laugardagur, 31. maí 2008

...hvað er betr'en að dansa?

Góðir hálsar!
Heyrst hefur að ég sé á leiðinni til Íslands. Orðið á götunni er að ég muni lenda um miðnætti 1.júlí og verða á landinu bjarta fram í september. Þar sem ég ku ætla að ala konuna á öldurhúsum Reykjavíkur einhvern hluta sumars er vert að benda á að opnað hefur verið fyrir skráningu á danskortið mitt. Að þessu tilefni vil ég benda þeim einstæðum körlum sem þrífa sig á þetta frábæra tækifæri og hvet ykkur eindregið til að hafa samband. Fyrirspurnir (mál og annað) sendist á netfangið mitt: kussimalli@hotmail.com

Venjuleg kona

Góðan daginn. Þessi bloggfærsla er skrifuð af konu sem lítur út einsog venjuleg kona.

Ég leit í spegilinn um daginn og uppgötvaði að ég leit út einsog venjuleg kona. Sérstaklega þegar ég var komin í venjulegukonu fötin mín sem ég keypti í verslunarmiðstöð sem venjulegar konur fara í, um daginn. Ég lít ekki út einsog fífl, þó ég geri mitt besta til að viðhalda útliti mínu þannig, ég lít út einsog venjuleg kona. Fólk sem kannski mætir mér á götu og þekkir mig ekki gæti hugsað sem svo þegar það sér mig: "Nei, hvað er að sjá, hér er venjuleg kona á gangi."
Sei sei.

Ef ég sé með hattinn...

Nú þar sem ég hef fengið fyrirspurn um að skrifa meira þá ætla ég að skrifa meira.
Í dag sagði ég: "...ég hef setið í þvottavél". Óskiljanlegt, ég veit, en þarna var útlægi og allsgáði heilinn minn að verki. Ég setti nebblea í vél þear ég vaknaði sko. Ó mæ god, og ég fattaði ekki vitleysuna fyrr en sambýliskona mín benti mér á hana... Ég þarf aldeilis að gangast undir málfarsdáleiðslu áður en mútti kemur í heimsókn. Hún á aldrei eftir að fyrirgefa mér ef ég læt einhverja svona bölvaða vitleysu útúr mér aftur...!!!

þriðjudagur, 20. maí 2008

Sætaferðir að Hljómskálanum til fundar við Jónas Hallgrímsson

Hæ. Snillingur að nafni Tinna Þorvaldsdóttir sagði eitt sinn: Því gáfaðri sem þú ert, þeim mun erfiðara er lífið. Þótti mér vel mælt þar sem ég var stödd mitt í hundraðþúsundmilljónustu tilvistarkreppunni minni í morgun. Henni lauk stuttu síðar, eða fyrir klukkan ellefu og gat ég notið því þess sem eftir lifði dags einsog eðlileg manneskja, keypt mér bounty og samloku útí búð og gantast við bekkjarfélagana. Er lífið ekki yndislegt... Jæja, einsog ekki hefur farið framhjá ykkur lesendur góðir hef ég aðallega fengist við sjálfa mig á þessu bloggi. Ég ég ég ég ég. Ég hef ekki leitast við að koma annars mikilfenglegum skoðunum mínum á framfæri, ég hef hvorki rætt guð né heiminn, ég hef algjörlega hunsað göfugar vangaveltur og valið fremur að velta mér uppúr mínum eigin skít. Póstmódernískt wank. Er það ekki það sem okkur hinum athyglibrostnu fíflum nútímans finnst smart, Hugleikur Dagson og allt það. Hvar er listin? hvar er rómantíkin? Fegurðin hefur læðst út meðan við vorum upptekin við að háma í okkur eigin skít... eða þúst eitthvað. Mér er alveg sama.
Föstudagskveldið síðastliðið fann ég sjálfa mig aftur í leigubíl þar sem ég myndaðist við að skvetta ekki uppúr opinni vínflöskunni sem stóð skorðuð milli læranna á mér, umkringd unlingum sem skökuðu sér við útþynnt háskólarokk sem barst úr bílgræjunum á fullu blasti. What is my life like?

fimmtudagur, 15. maí 2008

Ástarmök

Í dag fluttum við Tinna söngleikjalagið okkar fyrir kennara og samnemendur. Allir hrósuðu okkur fyrir búningana okkar... sem voru í raun bara fötin okkar..., nema Tinna var með pissublett.
Klukkan er hálf tvö og því ekki nema um ein og hálf klukkustund í að íkornarnir byrji að eðla sig fyrir utan gluggann minn. Það er eina rökrétta skýringin sem ég get fundið á þessum skrækjum sem ég heyri um miðjar nætur, eða er ég bara orðin svona klikkuð, farin að láta mig dreyma um íkorna og unga drengi... ég vissi að ég hefði átt að kýla á nagdýraaðgerðina þarna í fyrra...

mánudagur, 12. maí 2008

Óblíð örlög

Sjáiði hvað ég er orðin ógeðslega ósmekkleg, jiii segi ég nú bara á innsoginu. Svona ætla ég að vera alla vikuna.
Það er búið að setja mig í Heddu Gabler. Á morgun kemur í ljós hvurja kvensniptina ég verð látin leika. Ef heppnin verður með mér verð ég í titilhlutverkinu í lokasenunni og fæ að skjóta mig í hausinn, hahaha!
Vona að ég hafi ekki eyðilagt endann fyrir neinum...

laugardagur, 10. maí 2008

...allt gullið sem ég á.

Í dag var síðasti dagur stundatöflu fyrsta ársins míns í þessum skólaræfli sem ég sæki á hverjum degi... næstum því hverjum degi. Ja hjarna, Gudda bara að verða stór, sem er hverju orði sannara því það er ekki laust við að hún stækki með hverjum deginum sem líður. En þetta gerist auðvitað með aldrinum, um að gera að vera dálítið búsældarleg svo maður fari nú að fá einhver bónorð. Heyrið þið það þarna úti! Ég kann að elda og baka og prjóna og hekla og vökva blóm og svo var ég að læra að fara í kollhnís (bæði afturábak og áfram) núna í vikunni svo hér er ekki komið að tómum kofanum. Komdu inn í kofann minn er kvölda og skyggja fer.... hehehe

mánudagur, 5. maí 2008

Halló í deildinni!

Heilir og sælir kæru landsmenn, nær og fjær. Sumir ykkar eru nær, og er það vel. Aðrir kjósa að halda sig í hæfilegri fjarlægð og er það miður og eykur möguleikann á vinslitum til muna. En tölum ekki um það. Tölum heldur um hitabylgjuna sem hefur gengið yfir Kentskíri síðustu daga. Í gær gengum við Tinna naktar um heima hjá okkur vegna mollu (ég gæti verið að færa örlítið í stílinn hér) og í dag hefur sólin slegist í lið með hitanum og ákveðið að gefa okkur þann fallegasta sumardag sem um getur hér í sveitinni síðan í lok september, uhhh já.
Allana þá eredda geeikt.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga trallala og jibbíjeij!