sunnudagur, 28. september 2008

Tilkynning

Auður er uppáhalds vinkona mín. Fyrir því er ein einföld ástæða. Hún sendi mér pakka um daginn. Þau ykkar sem hafið áhuga á að reyna að bæta ímynd ykkar gagnvart mér vinsamlegast sendið pakka (má svo sem líka vera kort eða bréf) á heimilisfangið:

8 Julian Court
12 Granville Road
DA14 4DP
Sidcup
Kent
UK

stílaðan á mig.

mánudagur, 22. september 2008

Dagar og nætur í millilandavolki

Góðan daginn elskurnar mínar. Í dag er fallegur dagur þó í reynd sé komin nótt. Í gærdag hélt ég í siglingu, og í dag mætti segja að ég sé orðin ansi sigld. Einkum og sér í lagi eftir að hafa dröslað 40 kílóunum mínum, (útbyrðis) í gegnum Lundúnaborg þvera og endilanga, bölvandi, grátandi og slefandi, og mátti ég nú bara þakka fyrir það að vera ekki pissandi líka. Ekki veit ég hvaðan þessi þyngd kom öll sömul en hugsanlegt er hér hafi ab-flex tækinu mínu verið um að kenna sem og íslenzku ógerilsneyddu mjólkinni sem ég fékk í lítravís hjá Jóni bónda á Hóli í Subbuflóasveit norður í Tittlingaskít áður en ég lagði í hann. Jæja, nóg um það. Þetta er allt saman búið og gert. Í hinum mikla Sjittara var allt við sama heygarðshornið; Fólk að bíða eftir strætó, fólk að borða hamborgara, fólk að kaupa tómata, því nú fæst afar fín uppskera þeirra Englendinga í helztu verzlunum á svæðinu, og fólk á gangi með plastpoka. Já þið sjáið nú hvað mannlífið getur verið fjölbreytt. Bæ!