sunnudagur, 1. febrúar 2009

Úr fallegusu ófærð sem um getur...

Í gluggakistunni minni stendur gula krísan sem ég fékk hjá Morranum í gær en fyrir utan glerið kyngir snjónum niður. Viðeigandi veðurfar í upphafi febrúarmánaðar; í stíl við hárlit fyrsta kvenforsætisráðherra Íslendinga. Samgöngur stórborgarinnar Lundúna liggja niðri vegna snjókornanna og samfélagið er lamað. Skólar eru lokaðir (þ.a.m. skólinn minn) og krakkar á öllum aldri nota tækifærið og fara í snjókast, búa til snjókarla og renna sér á snjóþotum í almenningsgörðum. Ekki illa farið með tímann það. Heima í Julian Court 8 situr Pollíanna á gólfinu og blótar helvítis hugmynda- og aðgerðaleysinu; blótar hinu stirða enska kerfi sem einkennist af fyrirmannalegum tepruskap regluverksins. Ýmsar getgátur voru uppi í morgun vegna lokun skólans: Frosið í klósettlögnum og þess vegna striði gegn "Health & Safety" að hafa opið, ekki nægilegt starfsfólk mætt í skólann til að uppfylla "Health & Safety"-kvótann og sitthvað fleira tengt hinni frægu "Health & Safety" löggjöf. Löggjöf þessi er einmitt helsti óvinur leikhússfólks á stundum. Í liðinni viku komst leikhópurinn minn að því að ekki væri heimilt að reykja á sviðinu fyrr en á sýningu. Reyklausi leikarinn verður bara að improvisa á frumsýningu og leikhópurinn á á hættu að fá í sig brunagöt í kúldurreykingasenunni þar sem ekki má æfa hvenær og hvernig á að drepa í vindlingunum. "Health & Safety" hefur eitthvað skrifað yfir sig þarna. Jæja, en það þótti ekkert vandamál að æfa senuna þega ég ber logand ruslatunnuna inn á sviðið... heyr á endemi!
Óvíst er um morgundaginn en ef heldur áfram að snjóa gæti farið illa fyrir sýningunum okkar, við orðið innlyksa í Sidcup og snjókarlar tekið England yfir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

@#"$%#%%"#@&%
Mig langar bara að fara í skólann...
er það til of mikils mælst?

Árans endemis reglugerðabáknaþjóðfélagsrumputuski!