fimmtudagur, 22. janúar 2009

Borgaraleg temja og ótemja

Það er vissulega obbolega erfitt fyrir fjórða valdið að halda hutleysi í umfjöllun sinni um það sem gerist í samfélagi mannanna. Almúgi einsog ég getur rétt ímyndað sér að snúið geti reynst að finna hin réttu hlutföll milli fréttaflutnings og þess sem gerist í reynd í hinum stóra heimi (sem er auðvitað ekki hægt vegna afstæðis þessara hlutfalla). Hvernig væri samt, ef maður ætlar að vera fjölmiðamaður á annað borð, að kommenta ekki á aðtburði sem maður er að flytja fréttir af. Hér eru nokkrar beinar tilvitnanir úr sjónvarpsfréttum RÚV þann 22.janúar í umfjöllun þeirra um mótmæli gegn ríkisstjórninni á Austurvelli og fyrir framan Stjórnarráðið:

"Sami gamli hávaðinn."
"Samskipti mótmælenda og lögregu mun vinsamlegri og er það mjög góð tilbreyting."
""Þurfti" lögregla að beyta táragasi."
"Þetta eru ekki skemmtilegar myndir."

Voru ekki einhvern tímann til siðalög í blaðamannafélaginu?

Hefur fjölmiðlafólk aldrei heyrt um borgaralega óhlýðni?
Að dangla í skyldi löggæslumanna telst ekki ofbeldi síðast þegar ég vissi. Það kallast borgaraleg óhlýðni. Dangl á plastskjöld er ekki lögbrot en það væri kannski hægt að troða lagabreytingu í gegnum þingið sem bannaði það. Að minnsta kosti virðist vera réttlætanlegt að beita plastskjaldadanglara ofbeldi í formi táragassúðunar.
Nú ef ekki má stunda borgaralega óhlýðni, hvað er þá eftir? Að afsala sér íslenskum ríkisborgararétti og gerast pólitískur flóttamaður?

Lifi byltingin félagar!
Yfir og út

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér með danglið í plastskildina, en þetta varð nú öllu meira alvarlegra en það hérna á landinu bláa og ekki spurning lengur um borgaralega óhlýðni sem ætti nú að vera hvers manns réttur í almennilegum mótmælum! en þetta voru nokkur fífl sem nýttu sér mótmæli og málstaðinn sem afsökun fyrir að fá útrás fyrir reiði sína og gremju gagnvart lögreglunni en sem betur fer voru og eru þessir einstaklingar í miklum minnihluta. Lifi byltingin félagi Gudda!

Smali sagði...

Það er ekki skemmtilegt að sjá svona færslu. Hvers á valdstjórnin að gjalda? Samt ánægjulegt að sjá að samskipti þín við lesendur eru vinsamlegri, það er góð tilbreyting.

Lára sagði...

fyndin tilviljun, stadfestinga ordid sem eg tarf ad sla inn er "union"...ætli hordur torfa se komin i starf hja blogger.com?